Hórmangsdómur kveðinn upp í dag

Strauss-Kahn þótti á sínum tíma líklegur kandídat í forsetaembættið.
Strauss-Kahn þótti á sínum tíma líklegur kandídat í forsetaembættið. AFP

Dómur verður kveðinn upp í dag í máli Dominique Strauss-Kahn, fyrrverandi framkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, en hann er ákærður fyrir hórmang. Strauss-Kahn á yfir höfði sér allt að 10 ára fangelsi og 1,5 milljón evra sekt verði hann fundinn sekur.

Strauss-Kahn viðurkenndi fyrir frönskum dómstól að hann hefði tekið þátt í kynlífssvallveislum og sagði þær hafa verið afþreyingu í annríki þess að „bjarga heiminum“ þegar efnahagskreppan skall á.

Hann sagðist hins vegar ekki hafa haft vitneskju um að konurnar sem tóku þátt í veislunum væru vændiskonur, og þær konur sem báru vitni við réttarhöldin viðurkenndu að þær hefðu aldrei beinlínis sagt Strauss-Kahn við hvað þær störfuðu.

Þær lýstu því sem fram fór í veislunum og sögðu það hafa verið „dýrslegt“.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka