Hefja dómsmál vegna flugslyssins

Stjórnvöld í Frakklandi hafa í hyggju að hefja dómsmál í kjölfar þess að farþegaþota þýska lággjaldafrlugfélagsins Germanwings fórst í frönsku Ölpunum fyrr á þessu ári með þeim afleiðingum að allir um borð fórust. Talið er sannað að flugmaður þotunnar, Andreas Lubitz, hafi með vísvitandi lækkað flugið og grandað henni eftir að hafa læst flugstjórann úti úr flugstjórnarklefanum.

Fram kemur í frétt AFP að þar sem Lubitz hafi látið lífið þegar farþegaþotan fórst sé ekki hægt að ákæra hann fyrir morð samkvæmt frönskum lögum. Þess í stað verður dómsmálið höfðað á þeim forsendum að um manndráp af gáleysi hafi verið að ræða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka