Saumakonan neitar sök

Joyce Mitchell var handtekin í gærkvöldi og leidd fyrir dómara.
Joyce Mitchell var handtekin í gærkvöldi og leidd fyrir dómara. AFP

Joyce Mitchell, sem er ákærð fyrir að hafa aðstoðað fangana tvo sem sluppu úr fangelsi í New York í Bandaríkjunum fyrir viku, neitar sök. Hún lýsti yfir sakleysi sínu fyrir dómara í gærkvöldi, eftir að hún var handtekin og ákærð.

Mitchell starfaði í fang­els­inu sem sauma­kona. Hún er sökuð um að hafa smyglað verkfærum til fanganna.

Þeir Rich­ard Matt og Dav­id Sweat notuðu verk­fær­in til þess að brjót­ast út úr fang­els­inu og hef­ur leit staðið yfir af þeim í sjö daga. Rann­sókn máls­ins hef­ur beinst að Mitchell eft­ir að í ljós kom að hún ætti mögu­lega í ástar­sam­bandi við Matt.

Rann­sókn­ar­menn hafa gefið í skyn að Mitchell hafi verið heilluð af föng­un­um og samþykkt að sækja þá í bíl þegar þær væru komn­ir fyr­ir utan veggi fang­els­is­ins. Hún skipti þó um skoðun og fór á sjúkra­hús vegna kvíðak­asts dag­inn sem fang­arn­ir sluppu. 

Fyrri fréttir mbl.is:

Saumakonan útvegaði verkfærin

„Hún hélt að þetta væri ást“

Sáu morðingj­ana í garðinum 

Strokufang­arn­ir gætu hafa fengið aðstoð

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert