Ráðast kosningaúrslitin í Norður-Atlantshafi?

Árið 1998 réðu 200 atkvæði í Færeyjum kosningaúrslitum og veittu …
Árið 1998 réðu 200 atkvæði í Færeyjum kosningaúrslitum og veittu Poul Nyrup Rasmussen lyklana að forsætisráðuneytinu.

Skoðanakannanir í Danmörku sýna að niðurstaða kosninganna gæti orðið afar jöfn. Af þeim sökum benda margir nú á að atkvæði Grænlendinga og Færeyinga gætu ráðið úrslitum um það hvor nær að mynda ríkisstjórn, Helle Thorning-Schmidt eða Lars Løkke Rasmussen.

Alls hafa löndin tvö fjögur þingsæti á danska þinginu. Til þess að ná meirihluta á þinginu í Danmörku þurfa blokkirnar að ná 89 þingmönnum. Hins vegar bætast síðan við fjögur þingsæti úr norður-Atlantshafi og þar með gæti það ekki dugað til. Atkvæðavægi Færeyinga og Grænlendinga er meira en atkvæðavægi Dana. Samkvæmt skoðanakönnun sem Gallup gerði fyrir Berlingske Tidende eru flestir Danir mótfallnir því að atkvæði þessara þjóða geti ákveðið hver myndar ríkisstjórn í landinu. Flestir eru þó sammála um að þau eigi að hafa fulltrúa á danska þinginu.

„Ég skil áhyggjur Dana. Við gætum fengið þá stöðu þar sem bláa blokkin fær 89 þingmenn og vinnur kosningarnar í Danmörku en svo koma fjórir rauðir þingmenn frá Norður-Atlantshafi og veita Thorning-Schmidt völdin. Ef við værum mjög útsmogin þá gætum við boðið atkvæði okkar til hæstbjóðenda,“ segir færeyski Jafnaðarmaðurinn Sjúrdur Skaale í samtali við Politiko.

Claus Hjort Fredriksen, Grænlendingur sem situr á þingi fyrir Venstre segir að ekki sé hægt að gera greinarmun á þingmönnum eftir því hvaða landi þeir koma frá. „Stjórnarskráin gerir ekki ráð fyrir stéttaskiptingu á meðal þingmanna. Allir þingmenn eru jafnir, sama hvaðan þeir koma og við getum því haft áhrif á niðurstöðu kosninganna,“ segir Fredriksen.

Ef atkvæði Færeyinga og Grænlendinga hefðu áhrif á meirihlutann í danska þinginu yrði það ekki í fyrsta skiptið. Árið 1998 skiptu 200 atkvæði í Færeyjum sköpum í þingkosningunum og urðu til þess að Jafnaðarmaðurinn Poul Nyrup Rasmussen hélt völdum. 200 atkvæði í hina áttina hefðu veitt Uffe Ellman-Jensen og bláu blokkinni völdin.  

Sjá frétt mbl.is: Áþreifanleg spenna í dönsku þingkosningunum

Sjá frétt mbl.is: Spennan í algleymingi í Danmörku

Sjá frétt Politiko.dk

Lars Løkke Rasmussen, leiðtogi Venstre.
Lars Løkke Rasmussen, leiðtogi Venstre.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert