Fengu fyrstu bótagreiðslur

Alton Towers skemmtigarðurinn.
Alton Towers skemmtigarðurinn.

Fórnarlömb rússíbanaslyssins í breska Alton Towers skemmtigarðinum hafa fengið sínar fyrstu bótagreiðslur frá tryggingafélagi garðsins. Átta farþegar rússíbanans hafa fengið bætur, en meðal þeirra er hin sautján ára gamla ára gamla Leah Washington sem missti fótlegg í slysinu. Lögmenn hennar höfðu áður lýst því yfir að hún gæti átt von á bótagreiðslu upp á milljónir breskra punda.

„Fjölskyldurnar eru ánægðar með að forsvarsmenn garðsins séu að leggja allt kapp á að rannsaka orsakir slyssins,“ sagði yfirmaður skaðabótamála hjá lögmannsstofunni Stewarts Law, sem sér um bótamálin, í kjölfar fundar með fórnarlömbunum.

Að sögn lögmannsins verður rússíbaninn, The Smiler, lokaður um langa hríð – og í raun ekki fyrirséð hvort hann muni almennt opna aftur. Garðurinn var sjálfur lokaður í sex daga eftir slysið í byrjun júní, en talið er að móðurfélagið Merlin Entertainments hafi tapað tekjum upp á 500 þúsund pund á hverjum degi lokunar.

Fréttir mbl.is:

Slösuðust alvarlega í rússíbana

Einn missti fót í rússíbanaslysinu

Alton Towers opnaður á ný

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert