Verður formaður Jafnaðarmannaflokksins

Helle Thorning-Schmidt hyggst hætta sem formaður Jafnaðarmannaflokksins.
Helle Thorning-Schmidt hyggst hætta sem formaður Jafnaðarmannaflokksins. AFP

Mette Fredriksen, fráfarandi dómsmálaráðherra Danmerkur, verður líklegast ein í formannskjöri á aukaflokksþingi danska jafnaðarmannaflokksins sem fram fer um næstu helgi. Miðstjórn og þingflokkur flokksins eru sammála um að hún eigi að taka við embættinu af Helle Thorning-Schmidt, fráfarandi forsætisráðherra Danmerkur.

Thorning-Schmidt gekk í gær á fund Margrétar Þórhildar Danadrottningar og baðst lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt. Hún hafði auk þess lýst því yfir þegar niðurstaða dönsku þingskosninganna varð ljós að hún myndi láta af embætti formanns Jafnaðarmannaflokksins.

Danskir stjórnmálafræðingar segja að Fredriksen sé ekki líkleg til þess að breyta stefnu flokksins. Hún sé í meginatriðum sammála Thorning-Schmidt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka