Abdullah bin Laden, sonur Osama bin Ladens, óskaði eftir því að bandarísk stjórnvöld afhentu honum dánarvottorð föður síns eftir að bandarískir hermann myrtu hann.
Þetta er á meðal þess sem fram kemur í skjölum sem Wikileaks birti í gær. Wikileaks birti á netinu um sjötíu þúsund skjöl sem tengjast öll með einum eða öðrum hætti Sádi-Arabíu, að því er talið er.
Glen Keiser, ræðismaður Bandaríkjanna í Sádi-Arabíu, skrifaði undir svarbréfið til sonar bin Ladens sem var sent í septembermánuði árið 2011, um fjórum mánuðum eftir að faðir hans var drepinn þar sem hann dvaldi í Pakistan.
Í bréfinu kemur fram að dánarvottorð bin Ladens sé ekki til samkvæmt venju. Ekki hafi tíðkast að gefa út dánarvottorð fyrir fólk sem hafi fallið í hernaðaraðgerðum.
Hins vegar lét Keiser Abdullah í té dómsskjöl sem sýndu fram á að faðir hans hefði fallið í árás bandaríska hersins.