Bróðir Løkke Rasmussen stofnar nýjan flokk

Lars Lokke Rasmussen, leiðtogi Venstre.
Lars Lokke Rasmussen, leiðtogi Venstre. AFP

Lars Løkke Rasmussen, leiðtogi Venstre, reynir nú eftir bestu getu að mynda ríkisstjórn í Danmörku eftir kosningarnar í síðustu viku. Nú hefur bróðir hans, Knud Løkke Rasmussen ákveðið að stofna eigin flokk sem nefnist Frie Liberale (í. Frjálsir frjálslyndir) og segja endanlega skilið við Venstre. 

Knud sigur í borgarstjórn Kaupmannahafnarborgar eftir að hafa verið kosinn þangað inn fyrir flokkinn Venstre. Fyrr á þessu ári skráði hans sig hins vegar úr flokknum. Sagðist hann ekki eiga samleið með stefnu flokksins lengur.

„Ég lít á sjálfan mig sem venstre-mann en ég verð bara að viðurkenna að á sveitarstjórnarstigi er ég langt frá kjósendum og fulltrúum flokksins,“ segir Knud í tilkynningu til fjölmiðla í dag.

„Frá því að ég skráði mig úr Venstre fyrr á þessu ári hafa margir frjálslyndir Danir haft samband við mig og sagt við mig að það vanti flokk í Danmörku sem rúmi slíkar skoðanir. Þess vegna stofnum við Frie Liberale,“ bætir Knud við.

Þegar Knud skráði sig úr Venstre tók hann þó skýrt fram að hann myndi áfram kjósa flokkinn í þingkosningum, og hefur bróðir hans því notið góðs af atkvæði hans í nýafstöðnum kosningum.

Sjá frétt Politiko.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert