Fáni íslamista dreginn að húni

Frá Grenoble
Frá Grenoble Ljósmynd/Wikipedia

Maður var hálshöggvinn og fáni íslamista dreginn að húni við verksmiðju í frönsku borginni Grenoble í morgun. Þetta kemur fram í frönskum fjölmiðlum. Vitni segjast hafa heyrt háværa sprengingu við verksmiðjuna og talið er hugsanlegt að fleiri kunni að liggja í valnum.

Í frétt Sky News kemur fram að afskorið höfuð hafi verið fest ofan á hlið rétt við fánann, en búið var að rita á höfuðið í arabísku letri.

Samkvæmt fréttum Le Parisien hefur skotum verið hleypt af á svæðinu.

Á vef The Guardian segir að búið sé að handtaka árásarmann við verksmiðjuna. 

Innanríkisráðherrann Bernard Cazeneuve er á leiðinni á staðinn. Um hálft ár er liðið síðan hryðjuverkamenn réðust inn í skrifstofur franska blaðsins Charlie Hebdo í París og myrtu tólf manns. Árásin vakti gríðarleg viðbrögð víða um heim og sýndu netverjar samstöðu undir myllumerkinu #JeSuisCharlie, eða „Ég er Charlie“.

Frétt Sky News

Frétt Le Parisien

Frétt France 24

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert