Fjarlægði suðurríkjafánann

AFP

Mót­mæl­andi klifraði upp fána­stöng fyr­ir fram­an þing­húsið í bæn­um Char­lest­on í Suður-Karólínu í Banda­ríkj­un­um í dag og fjar­lægði suður­ríkja­fán­ann um­deilda.

Kon­an var hand­tek­in um leið og hún kom sér niður níu metra fána­stöng­ina. Var ann­ar fáni hengd­ur upp um klukku­tíma síðar.

Mynd­ir af lög­reglu­mönn­um hand­taka kon­una hafa farið eins og eld­ur í sinu um sam­fé­lags­miðlana og hafa fjöl­marg­ir tjáð sig um málið á Twitter und­ir myllu­merk­inu #FreeBr­ee.

Þrjá­tíu ára gam­all karl­maður var auk þess hand­tek­inn, en þau eru bæði frá Norður-Karólínu. Lög­regl­an hef­ur ákært þau fyr­ir að „eyðileggja minn­is­varða“.

Fyr­ir sum­um er suður­ríkja­fán­inn tákn­mynd þess hat­urs sem brot­ist hef­ur út í banda­rísku sam­fé­lagi með reglu­legu milli­bili, nú síðast í Char­lest­on vegna voðaverk­anna sem þar voru fram­in fyrr í mánuðinum. Það fer því fyr­ir brjóstið á mörg­um að sjá fán­ann enn við hún við þing­hús rík­is­ins. Hafa fjöl­marg­ir stigið fram og mót­mælt fán­an­um og kraf­ist þess að notk­un hans verði hætt.

Suður­ríkja­fán­inn var fáni ríkja­sam­bands­ins í suðri sem sagði sig úr Banda­ríkj­un­um árið 1861. Marg­ir hafa í gegn­um árin bar­ist fyr­ir því að notk­un hans verði hætt, þar sem hann hef­ur oft verið tengd­ur við kynþátta­hat­ur.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert