Mótmælandi klifraði upp fánastöng fyrir framan þinghúsið í bænum Charleston í Suður-Karólínu í Bandaríkjunum í dag og fjarlægði suðurríkjafánann umdeilda.
Konan var handtekin um leið og hún kom sér niður níu metra fánastöngina. Var annar fáni hengdur upp um klukkutíma síðar.
Myndir af lögreglumönnum handtaka konuna hafa farið eins og eldur í sinu um samfélagsmiðlana og hafa fjölmargir tjáð sig um málið á Twitter undir myllumerkinu #FreeBree.
Þrjátíu ára gamall karlmaður var auk þess handtekinn, en þau eru bæði frá Norður-Karólínu. Lögreglan hefur ákært þau fyrir að „eyðileggja minnisvarða“.
Fyrir sumum er suðurríkjafáninn táknmynd þess haturs sem brotist hefur út í bandarísku samfélagi með reglulegu millibili, nú síðast í Charleston vegna voðaverkanna sem þar voru framin fyrr í mánuðinum. Það fer því fyrir brjóstið á mörgum að sjá fánann enn við hún við þinghús ríkisins. Hafa fjölmargir stigið fram og mótmælt fánanum og krafist þess að notkun hans verði hætt.
Suðurríkjafáninn var fáni ríkjasambandsins í suðri sem sagði sig úr Bandaríkjunum árið 1861. Margir hafa í gegnum árin barist fyrir því að notkun hans verði hætt, þar sem hann hefur oft verið tengdur við kynþáttahatur.
"I am coming down. I am prepared to be arrested." ~@BreeNewsome Wow. This is a phenomenal woman. Wow. #FreeBree https://t.co/viKktAPbXl
— Michael Skolnik (@MichaelSkolnik) June 27, 2015