Tala fallinna Breta gæti hækkað

David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, segir að fólk verði að búa sig undir að tala Breta sem hafi látist í árásinni í Túnis kunni að aukast. 38 ferðamenn voru skotnir á strönd í bænum Sousse, en af þeim sem hefur verið borið kennsl á voru 8 Bretar. Enn á eftir að bera kennsl á hluta þeirra sem féllu.

„Ég er hræddur um að breska þjóðin þurfi að vera reiðubúin undir þá staðreynd að margir af þeim sem féllu hafi verið Bretar,“ sagði Cameron í dag, en árásin gæti orðið sú mannskæðasta fyrir Breta síðan sprengjuárásin í London átti sér stað árið 2005.

Um 20.000 breskir ferðamenn voru í Túnis í sumarleyfi þegar árásin átti sér stað, samkvæmt ferðamálasamtökum landsins.

David Cameron segir að búast megi við að tölur yfir …
David Cameron segir að búast megi við að tölur yfir Breta sem féllu í árásinni í Túnis muni hækka þegar búið verður að bera kennsl á öll líkin. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert