Trump sýnir ekki fæðingarvottorð

Trump neitar að opinbera sömu gögn og hann krafði Obama …
Trump neitar að opinbera sömu gögn og hann krafði Obama um árið 2012. AFP

Forsetaframbjóðandinn og auðkýfingurinn Donald Trump hyggst ekki opinbera fæðingarvottorð sitt og vegabréfsupplýsingar. The Guardian sendi Trump framboðinu fyrirspurn á dögunum þar sem óskað var eftir gögnunum, en skemmst er að minnast þess er Trump hélt því fram að Barack Obama Bandaríkjaforseti væri fæddur utan Bandaríkjanna og fór fram á samsvarandi gögn frá honum. Lofaði hann m.a. að gefa fimm milljónir Bandaríkjadala til góðgerðarmála ef Obama hlýddi kallinu.

Obama gekk ekki að tilboði Trumps árið 2012.
Obama gekk ekki að tilboði Trumps árið 2012. AFP

Frétt mbl.is: Trump gerir Obama tilboð

Obama hafnaði beiðninni, en Trump sagði fyrir vikið að hann væri „ógagnsæjasti forseti sögunnar“. Talsmenn Trumps hafa tvisvar hafnað beiðnum Guardian um sömu gögn, fyrst árið 2012 með þeim rökum að hann væri ekki forseti sjálfur og síðan beiðninni í dag.

Trump tilkynnti um framboð sitt 16. Júní síðastliðinn og hefur hann m.a. lofað að taka hart á „vandræðum sem stafa frá Mexíkó“, en hann sakar ríkið m.a. um að „senda nauðgara yfir til Bandaríkjanna“.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert