Aðstoðarmaðurinn handtekinn

STR

Lögreglan í Kúveit hefur handtekið mann sem er grunaður um að hafa aðstoðað sprengjumanninn sem gerði sjálfsmorðsárás á mosku sjíta mús­líma í höfuðborg Kúveit á föstudag. 26 manns féllu í árásinni og 227 særðust, að sögn innanríkisráðuneytisins í landinu.

Maðurinn sem var handtekinn er talinn hafa keyrt sprengjumanninn að moskunni. Hann heitir Abdulrahman Sabab Eidan Saud og er sagður vera án ríkisfangs.

Þá hefur lögreglan einnig handtekið eiganda bílsins, Jarrah Nimr Mejbil Ghazi, en hann er einnig án ríkisfangs.

Í tilkynningu frá innanríkisráðuneytinu segir jafnframt að sprengjumaðurinn, Fahd Suleiman Abdulmohsen al-Qaba'a, sé frá Sádi-Arabíu.

Hryðjuverkasamtökin Ríki íslams hafa lýst yfir ábyrgð á voðaverkunum en AFP greinir frá því að þetta sé í fyrsta sinn sem árás er gerð á mosku í landinu.

Árás­in var gerð þegar að föstu­dags­bæna­hald stóð yfir í Iman Sa­diq mosk­unni í hverf­inu al-Sawaber í aust­ur hluta borg­ar­inn­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert