Nokkrir í haldi vegna árásarinnar

Fjöldi fólks leggur leið sína til Sousse í Túni á …
Fjöldi fólks leggur leið sína til Sousse í Túni á hverju ári. Nú eru strendurnar aftur á móti fáfarnar. AFP

Innanríkisráðherra Túnis segir að nokkrir menn sem grunaðir er um að tengjast árásinni á ferðamannastaðnum á föstudaginn hafi verið handteknir. Þrjátíu og átta manns, þar af minnsta kosti þrjátíu Bretar, létu lífið þegar Seifeddine Rezgui hóf skothríð á strönd og hóteli í bænum Sousse.

Rannsókn lögreglu hefur meðal annars snúið að því hvort maðurinn hafi verið einn á ferð eða hvort hann hafi átt sér vitorðsmenn. Einnig er verið að kanna hvort Rezgui hafi hlotið þjálfun í Líbýu líkt og fleiri liðsmenn hryðjuverkasamtakanna ríki íslam. Samtökin lýstu yfir ábyrgð á árásinni.

Allir þeir sem eru í haldi lögreglu vegna málsins voru handteknir í Túnis.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert