Krókódíll át sundmann

Krókódíll.
Krókódíll. Wikipedia

Krókódíll varð sundmanni að bana í Texas í gær. Maður­inn hafði hunsað all­ar viðvar­an­ir um krókó­díla í vatn­inu, og ákvað að fara út í þrátt fyr­ir að hafa verið ítrekað varaður við því hversu hættu­legt það væri.

Maðurinn hét Tommy Woodward og var 28 ára gamall, en hann hafði ætlað sér að taka sundsprett í vatninu með vini sínum um klukkan hálf þrjú aðfaranótt föstudags. Stuttu seinna urðu vinirnir varir við þriggja metra langan krókódíl og náði Woodward ekki að koma sér undan áður en krókódíllinn hremmdi hann og át. 

Vitni segjast hafa varað manninn ítrekað við því að fara út í vatnið, en hann hafi ekki hlustað. Þá hafi verið skilti á svæðinu sem á stóð: „Ekki synda í vatninu - krókódílar á svæðinu“. Vitni segjast hafa orðið vör við það stuttu eftir að maðurinn fór út í vatnið að eitthvað var að og tekið eftir því að krókódíllinn var að ráðast á hann. Þá hafi maðurinn horfið á kaf ofan í vatnið.

Lík­ams­leif­ar manns­ins fund­ust dag­inn eft­ir, skammt frá staðnum þar sem krókó­díll­inn réðst á hann.

Að því er fram kemur á AFP fréttaveitunni fer fólk reglulega og syndir í vatninu, þar á meðal ung börn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka