Tekinn niður í síðasta skiptið

00:00
00:00

Fjöl­marg­ir fögnuðu í Suður Karólínu í dag þegar að Suður­ríkja­fán­inn var fjar­lægður af fána­stöng­um á op­in­ber­um bygg­ing­um í rík­inu. Tek­in var ákvörðun um að fjar­lægja fán­ann eft­ir að kynþátta­hat­ar­inn Dyl­ann Roof myrti níu þeldökka í sögu­frægri kirkju í Char­lest­on í síðasta mánuði.

„Niður með hann! Niður með hann!“ sönglaði mann­fjöld­inn fyr­ir utan þing­hús rík­is­ins í Col­umb­ia þegar að fán­inn var tek­in niður. Tveir rík­is­lög­reglu­menn tóku hann niður og brutu hann sam­an á meðan mann­fjöld­inn braust út í söng. Menn­irn­ir réttu síðan svört­um rík­is­lög­reglu­manni fán­ann sem gekk með hann að tröpp­um þing­húss­ins og rétti hann rík­is­skjala­verði.

NBC grein­ir frá þessu.

At­höfn­in, sem var tæp­ar tíu mín­út­ur að lengd, er að mati margra óvænt­ur end­ir á flókn­um kafla í sögu Suður­ríkja Banda­ríkj­anna. Það hef­ur komið mörg­um á óvart hversu stutt­an tíma það tók þing­menn að samþykkja það að fjar­lægja fán­ann en aðeins eru rúm­ar þrjár vik­ur síðan að Roof framdi ódæðið.

Barack Obama Banda­ríkja­for­seti tjáði sig um málið á Twitter í dag og sagði þessa ákvörðun „merki um góðan vilja og bata, og mik­il­vægt skref í átt að betri framtíð.“

Suður­ríkja­fán­inn er ákveðið tákn fyr­ir þræla­stríðið og arf­leið Suður­ríkj­anna en er af mörg­um jafn­framt tal­inn vera tákn kynþátta­hat­urs. Fán­inn var fyrst dreg­inn að húni við þing­húsið árið 1962 til þess að mót­mæla rétt­inda­bar­áttu þeldökkra. Síðan þá hafa and­stæðing­ar fán­ans bar­ist fyr­ir því að hann  yrði tek­inn niður. Til mála­miðla var fán­inn færður til árið 2000 og hef­ur verið flaggað síðan á fána­stöng á lóð þing­húss­ins.

Lög­regla gerði ráð fyr­ir því að á bil­inu 8.000 til 10.000 manns hafi verið viðstadd­ir í dag þegar fán­inn var tek­inn niður fyr­ir utan þing­húsið.

Hér má sjá þegar fáninn er dreginn niður.
Hér má sjá þegar fán­inn er dreg­inn niður. AFP
Fáninn var brotinn saman.
Fán­inn var brot­inn sam­an. AFP
Fólk fagnaði og söng við þinghúsið.
Fólk fagnaði og söng við þing­húsið. AFP
AFP
Talið er að 8000-10000 manns hafi verið á svæðinu.
Talið er að 8000-10000 manns hafi verið á svæðinu. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert