New York borg hefur samþykkt að greiða fjölskyldu Eric Garner 5,9 milljónir Bandaríkjadala, 788 milljónir íslenskra króna, í bætur en hann lést eftir að hafa verið beittur ofbeldi af lögreglu við handtöku.
Handtakan náðist á myndband og orð Garners, „ég næ ekki andanum“, urðu að slagorði mótmælenda sem mótmæltu lögregluofbeldi gagnvart svörtum í Bandaríkjunum.
Garner var, líkt og margir fleiri, óvopnaður þegar hann var handtekinn og drepinn af hvítum lögreglumönnum. Fjölskyldan hafði hafið málsókn gegn New York og fór fram á 75 milljónir Bandaríkjadala en samið var við hana áður en til réttarhalda kom, segir í frétt BBC:
Lögreglan stöðvaði för Garners þann 17. júlí í fyrra fyrir utan verslun á Staten Island þar sem hann var að selja sígarettur ólöglega. Garner deildi við lögreglu og neitaði að vera settur í járn þá tók Daiel Pantaleo, lögreglumaður, hann hálstaki. Garner, sem var með asma, barðist um og lést síðar á sjúkrahúsi.