Uber sektað um 990 milljónir

AFP

Leigubílaþjónustan Uber hefur verið sektuð um 7,3 milljónir dala, sem jafngildir um 990 milljónum íslenskra króna, fyrir að veita ekki yfirvöldum í Kaliforníu í Bandaríkjunum nægar upplýsingar um þjónustu og starfsemi félagsins.

Samgöngunefnd ríkisins, sem hefur áður veitt Uber starfsleyfi, komst að þeirri niðurstöðu að Uber hefði ekki veitt henni allar lögbundnar upplýsingar.

Var félagið meðal annars sakað um að hafa ekki minnst neitt í skýrslunni á slys sem orðið hafa á fólki þegar það nýtir sér þjónustu Uber.

Uber hyggst áfrýja úrskurðinum.

Félagið hefur staðið í málarekstri víða um heim vegna starfsemi þess, sem mörgum þykir umdeild.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert