Myndskeið af árás hákarlanna

Með ólíkindum þykir að ástralski brimbrettakappinn Mick Fanning hafi ekki slasast eftir að hafa rekist á tvo hákarla í keppni í Suður-Afríku um helgina. Hann slapp ómeiddur en atvikið var sýnt í beinni útsendingu og vakti óhug margra. 

Fann­ing var sleg­inn af brett­inu og féll í sjó­inn. „Ég sat á brett­inu og fann eitt­hvað við fót­inn á mér og reyndi að sparka því burt,“ sagði Fann­ing. „Ég sá ugga og beið bara eft­ir tönn­un­um.“

Fann­ing og fé­laga hans, Ju­li­an Wil­son, var bjargað úr vatn­inu.

Frétt mbl.is: Lenti í átökum við hákarla

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert