Hversu ríkur er Trump?

Donald Trump.
Donald Trump. AFP

Hversu rík­ur er Don­ald Trump, auðkýf­ing­ur­inn lit­ríki sem nú ætl­ar sér að verða for­seti Banda­ríkj­anna? „Mjög rík­ur,“ seg­ir hann sjálf­ur. Í gær voru fjár­mál hans op­in­beruð. Hann á golf­klúbba, fast­eign­ir og fyr­ir­tæki um all­an heim.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um kjör­stjórn­ar (e. Feder­al Electi­on Comm­issi­on) eru eign­ir Trump að minnsta kosti um 175 millj­arða króna virði (1,3 millj­arða doll­ara) - það seg­ir þó aðeins hálfa sög­una. Sjálf­ur seg­ir hann virði veld­is síns vera um 1.350 millj­arða króna og það kann vel að vera því upp­lýs­ing­ar kjör­stjórn­ar ná aðeins yfir hluta eigna hans og þær sem metn­ar eru á meira en 50 millj­ón­ir dala, um 6,7 millj­arða króna. Sam­kvæmt gögn­un­um á hann um 70 millj­ón­ir dala í hluta­bréf­um, 9,5 millj­arða króna, og skuld­ar um 240 millj­ón­ir dala, 32 millj­arða króna. 

Líkt að aðrir fram­bjóðend­ur til for­seta var Trump skylt að af­henta og heim­ila birt­ingu á fjár­hags­upp­lýs­ing­um sín­um. Marg­ir efuðust reynd­ar um að hann myndi gera slíkt, en annað kom á dag­inn. 

Meðal þess sem fram kem­ur í gögn­un­um er að Trump á 234 fyr­ir­tæki og fé­lög, sem bera nafn hans, Trump. Nafn hans er sterkt vörumerki og hef­ur hann m.a. nefnt fast­eigna­fé­lög og golf­velli í höfuðið á sjálf­um sér. Flest þeirra eru í New York en eign­ir sem bera nafn hans má einnig finna í Las Vegas, á Flórída, í Skotlandi og á Írlandi. Í þess­um fyr­ir­tækj­um og fé­lög­um er Trump ým­ist skráður eig­andi, stjórn­ar­formaður eða for­stjóri. 

Sam­kvæmt list­an­um á Trump 23 eign­ir sem eru meira en 50 millj­óna doll­ara, 6,7 millj­arða virði. Í flest­um til­vik­um er um fast­eign­ir að ræða, m.a. golf­velli í Skotlandi og skrif­stofu- og versl­un­ar­hús, m.a. á Wall Street. Þó er lík­legt, líkt og seg­ir í frétt Time um málið, að eign­irn­ar séu hver og ein meira virði en sam­kvæmt kosn­inga­lög­un­um má ekki skrá verðmæti eigna yfir 50 millj­ón­ir dala. 

Í upp­lýs­ing­un­um um fjár­mál Trumps má einnig sjá að hann er enn að fá höf­und­ar­laun fyr­ir sína þekkt­ustu bók, The Art of the Deal, sem kom út árið 1987.  

Trump-turninn í New York er meðal eigna Trumps.
Trump-turn­inn í New York er meðal eigna Trumps. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert