Leitar að „kúri og faðmlögum“ á framhjáhaldssíðu

Síðan státar sig af því að vera besti staðurinn fyrir …
Síðan státar sig af því að vera besti staðurinn fyrir framhjáhöld. Einnig af því að hafa unnið til verðlauna fyrir öryggi upplýsinga. Skjáskot af ashleymadison.com

Tölvuhakkararnir sem stálu gögnum af framhjáhaldssíðunni AshleyMadison.com, hafa þegar birt upplýsingar um nokkra notendur síðunnar.

Tölvuárásin átti sér stað á mánudag. Stolnu gögnin geyma upplýsingar um 37 milljónir meðlimi síðunnar. Hakkararnir hótuðu því að birta gögnin ef síðunni yrði ekki lokað. Það var ekki gert og því hafa þeir hafist handa við að birta upplýsingarnar. 

Frétt mbl.is: Hver er þessi Ashley Madison?

Þegar hafa verið birtar upplýsingar um tvo notendur. Annar þeirra er giftur karlmaður frá Kanada og hinn er frá Massachusetts. Upplýsingar eru mjög persónulegar. Notendanöfn mannanna voru birt, hvenær þeir skráðu sig og að hverju þeir eru að leita.

Notandinn Heavy73 segist til að mynda vera í sambandi. Hann skráði sig á síðuna daginn eftir Valentínusardag árið 2014. Hann segist vera að leita að „kúri og faðmlögum“ og vilji „trúnað og leynd“ um samskiptin.  

Frétt mbl.is: Notar síðuna ekki til kynlífs

Vefsíðan Ashley Madison stærir sig að öryggi upplýsinga. Notendur hennar voru líklega flestir þess fullvissir að upp um þá myndi aldrei komast. 

„Skjóta svarið er nei, þetta er ekki örugg síða,“ segir Michael Sulmeyer, sem starfar hjá netöryggisdeild John F. Kennedy-skólans í Harvard. Hann segir að notendur síðunnar viti nú sannleikann: Það er hægt að brjótast inn í öll tölvukerfi.

Hópurinn sem talinn er bera ábyrgð á stuldinum vill, að sögn Sulmeyers, smána eigendur síðunnar. Hann segir að notendur slíkra síða, sem og annarra vefsíða, ættu að breyta lykilorðum sínum mjög reglulega. „Og það mun ekki þýða að gögnin þín séu fyllilega örugg. Ef þú ert einn af þeim sem vilt algjöra leynd þá ættirðu einfaldlega ekki að fara á síður sem þessar.“

Frétt CBS um málið.

Auglýsing frá Ashley Madison. „Lífið er stutt. Haltu framhjá“.
Auglýsing frá Ashley Madison. „Lífið er stutt. Haltu framhjá“.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert