Magnað myndskeið af grindardrápi í Færeyjum

Grindardrápin í Færeyjum þykja umdeild.
Grindardrápin í Færeyjum þykja umdeild. mbl.is/Sigurður Bogi

Grindardrápsvertíðin standa nú sem hæst í Færeyjum, þar sem hvalirnir eru lokkaðir upp í fjörur og þeir drepnir. Hval­vernd­un­ar­sam­tök­in Sea Shepherd hafa mótmælt hvaldrápunum og síðasta mánudag voru tveir mótmælendur handteknir fyrir að trufla eyjaskeggja.

Á meðfylgjandi myndskeiði sést þegar yfirvöld stöðva mótmælendur og halda þeim föstum. Fólkið sem fylgist með fagnar því ákaft. Skömmu síðar hlaupa allir í sjóinn þar sem tekist hefur að lokka hvalina að fjörunni og er atburðarrásin vægast sagt mögnuð sjón.

Frétt mbl.is:

Hvalverndunarsinnar handteknir

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert