Talaði róleg inn á talhólf vinar

Sandra Bland er hún varð sett í gæsluvarðhald.
Sandra Bland er hún varð sett í gæsluvarðhald. AFP

Sandra Bland, sem sögð var hafa sparkað í lögreglumann í Texas og því handtekin, talaði inn á talhólf vinar síns og sagðist ekkert botna í því að hún sæti í varðhaldi fyrir að skipta um akrein. Bland er sögð hafa framið sjálfsvíg í fangaklefanum. 

Bandaríska sjónvarpsstöðin ABC segir frá þessu. Í þeim segist hún ekki skilja hvernig meint umferðarlagabrot hafi orðið til þess að hún sæti nú í gæsluvarðhaldi. Þremur dögum síðar var komið að henni látinni í klefa sínum. 

„Ég á bara ekki eitt aukatekið orð. Í alvöru, allt þetta ferli. Hvernig gat það að skipta um akrein án þess að gefa stefnuljós leiðst út í þetta?“ sagði Bland í skilaboðum sínum til vinar síns.

<iframe allowfullscreen="" frameborder="0" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/CTmtBRR54J4" width="560"></iframe><div id="embedded-remove"> </div>

Fjölskylda Bland segist ekki trúa því að hún hafi svipt sig lífi. Í gær kom fram í fréttum að Bland hefði sagt fangaverði frá því að hún hefði áður reynt sjálfsvíg.

Lögreglustjórinn Glenn Smith segir hana hafa sagt þetta er hún var spurð fjölmargra spurninga sem allir fangar eru spurðir er þeir eru færðir í fangelsi. 

Smith segir að annar fangavörður hefði síðar talað við Bland og að hún hefði sagt vera í uppnámi en ekki þunglynd. Báðir fangaverðirnir segja að ekki hafi virst ama að henni. 

Alríkislögreglan, FBI, rannsakar nú andlát hennar. 

Á myndbandi af handtökunni sést hvítur lögreglumaður, Brian Encinia, sekta Bland sem situr í bíl sínum. En samskiptin breytast furðu fljótt. Svo virðist sem Encinia hóti Bland er hún neitar að koma út úr bíl sínum. Hann reynir svo að draga hana út úr bílnum og segir: „Ég mun grilla þig“ og er þá að vísa til rafbyssu sinnar.

<iframe allowfullscreen="" frameborder="0" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/WOMhNObgmHQ" width="560"></iframe><div id="embedded-remove"> </div>

Lögmaður fjölskyldu Bland segir að engar vísbendingar séu um að hún hafi nokkru sinni reynt sjálfsvíg. Fjölskyldan segir hana ekki hafa verið þunglynda. Lögmaðurinn segir að Bland hefði ekki þurft að deyja. Það sanni myndbandsupptakan af handtökunni sem hafi verið tilefnislaus.

Encinia segir að Bland hafi sparkað í sig. Hann hefur verið í lögreglunni í rúmlega eitt ár. Hann er nú kominn í leyfi frá störfum. 

Mynd úr öryggismyndavél fangelsins sýnir sjúkraflutningamenn koma á staðinn er …
Mynd úr öryggismyndavél fangelsins sýnir sjúkraflutningamenn koma á staðinn er Bland fannst meðvitundarlaus í klefa sínum. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert