Sex ungar ljónsins Cecils, sem fannst afhöfðaður og fleginn fyrir utan Hwange-þjóðgarðinn í Simbabve, verða drepnir. „Svona gengur þetta fyrir sig. Þetta er náttúran,“ segir Johnny Rodrigues, yfirmaður dýraverndunarteymis landsins.
Rodrigues segir að þar sem ljónið Cecil sé dautt muni önnur ljón, sem vilji taka hans stað sem æðsta dýr ljónahópsins, ekki leyfa ungum hans að lifa. Séu þeir dauðir séu meiri líkur á að ljónynjurnar vilji makast. Þetta kunnið að virka kaldranalegt en svona sé gangur náttúrunnar.
Frétt mbl.is: Cecil fannst afhöfðaður og fleginn
Veiðimaður, sem talinn er vera frá Spáni, mútaði vörðum í þjóðgarðinum til að fá að drepa Cecil. Cecil er 13 ára og þekktur víða um heim og langvinsælasti íbúi þjóðgarðsins.
Ljónið var skotið með boga og ör sem og riffli. Svo var það afhöfðað og flegið.
Svo virðist sem veiðiþjófurinn hafi aðeins sært Cecil með því að skjóta ör í hann. Í kjölfarið hafi hann svo elt dýrið í um 40 km og drepið það með riffilsskoti.
Rodrigues segir að sú aðferð að veiða dýr með boga og örvum sé að verða vinsælli meðal veiðiþjófa. „Þetta er hljóðlát aðferð. Ef þú vilt gera eitthvað ólöglegt þá er þetta leiðin,“ segir hann.
Veiðar innan garðsins eru ólöglegar en dýrið var lokkað út úr honum áður en það var drepið.
Þar sem Cecil var með GPS-ól um hálsinn og því var hægt að rekja ferðir þess.
Þjóðgarðsverðirnir hafa verið handteknir. En Spánverjinn, sem greiddi rúmlega 7 milljónir króna fyrir að fá að drepa ljónið, er enn ófundinn.
Zimbabwean authorities hunt Spaniard accused of killing Cecil the lion <a href="http://t.co/P6Qo2hzRlA">http://t.co/P6Qo2hzRlA</a> <a href="http://t.co/qQ3TxQHvTL">pic.twitter.com/qQ3TxQHvTL</a>
Cecil's an iconic Zimbabwean Lion, killed for a price tag of $55,000. Personally ... I'd hunt the hunter pro bono~><a href="http://t.co/l7wxSIY3Xg">http://t.co/l7wxSIY3Xg</a>
Zimbabwe’s Most Famous <a href="https://twitter.com/hashtag/Lion?src=hash">#Lion</a> "Cecil" Is Now a Hunting Trophy <a href="http://t.co/6tEKaipheK">http://t.co/6tEKaipheK</a> via <a href="https://twitter.com/TakePart">@TakePart</a> <a href="https://twitter.com/hashtag/BanTrophyHunting?src=hash">#BanTrophyHunting</a> <a href="http://t.co/n4TxvrXdny">pic.twitter.com/n4TxvrXdny</a>