Kafbáturinn sennilega frá 1916

Mynd af leitinni að kafbátnum.
Mynd af leitinni að kafbátnum. AFP

Kafbáturinn sem fannst skammt undan ströndum Svíþjóðar í kvöld kann að vera mun eldri en áður var talið. Í frétt Dagens Nyheter segir að vissulega kunni að vera um rússneskan kafbát að ræða, en nú sé ýmislegt sem bendi til þess að báturinn hafi sokkið fyrir tæpri öld árið 1916. 

Frétt mbl.is: Kafbátsflak í sænskri lögsögu

Sænski herinn rannsakar nú myndefnið sem barst úr kafbáti, en grunur kviknaði að um rússneskan kafbát væri að ræða þegar í ljós kom kýrilísk áletrun utan á honum. Báturinn virðist í fljótu bragði óskemmdur, en að sögn Dennis Åsberg hjá Ocean X Team var ekki hægt að átta sig nógu vel á aldri kafbátsins.

Í frétt á vef Ocean X Team kemur fram að íslenska fyrirtækið Ixplorer hafi átt þátt í að finna kafbátinn, sem fannst í síðustu viku.

Talið er að sænski herinn hafi vitað af bátnum í rúmt ár. Kafbáturinn er sagður af gerðinni Som, sem er tegund kafbáta sem var framleidd í Vladivostok árið 1904.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert