Játar að hafa aðstoðað strokufangana

David Sweat til hægri og Richard Matt til vinstri. Sweat …
David Sweat til hægri og Richard Matt til vinstri. Sweat hefur uppljóstrað hvernig þeir fóru að því að flýja fangelsi. AFP

Kona, sem starfaði í fangelsi í New York, hefur nú játað að hafa aðstoðað tvo fanga að flýja. Mennirnir voru dæmdir fyrir morð og struku í síðasta mánuði. Þeir voru á flótta dögum saman.

Fangarnir, Dav­id Sweat og Rich­ard W. Matt, flúðu þann 6. júní og voru á flótta í 22 daga. Leitin að þeim var gríðarlega umfangsmikil. Matt var síðar skotinn til bana af lögreglunni og Sweat særður. Sweat hefur lýst flótta þeirra í smáatriðum en hann var mjög vel skipulagður.

Starfskona í fangelsinu, Joyce E. Mitchell, var ákærð fyr­ir að smygla sag­ar­blöðum, meitl­um og öðrum verk­fær­um inn í fang­elsið. Smyglaði hún verkfærunum inn í hamborgurum sem síðar voru færðir föngunum tveimur. Hún hefur nú játað brot sitt.

Mitchell er 51 árs. Hún vann á verkstæði í fangelsinu. Hún gæti átt yfir höfði sér allt að sjö ára fangelsi fyrir að aðstoða við strokið. 

Frétt Sky.

Að sögn David Sweat var Joyce Mitchell eini vitorðsmaður strokufanganna.
Að sögn David Sweat var Joyce Mitchell eini vitorðsmaður strokufanganna. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert