Herinn hættur rannsókn á kafbátnum

Rann­sókn­ar­skip Ixplor­er, MS 12
Rann­sókn­ar­skip Ixplor­er, MS 12 Af vef Ixplorer

Sænski herinn hefur hætt rannsókn á flaki kafbátsins sem fannst nýverið sænska skerjagarðinum. Herinn telur að kafbáturinn sé rússneskur og hafi sokkið árið 1916.  

Herinn komst að þessari niðurstöðu eftir að hafa horft á myndskeið sem kafarar Ocean X Team og Ixplorer tóku af kafbátnum er þeir fundu hann. Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu kemur fram að allt bendi til þess að flakið sé af kafbátnum Som sem sökk árið 1916. Kafbáturinn var smíðaður í Vladivostok árið 1904. Hann varð hluti af flota rússneska sjóhersins á Eystrasalti árið 1915 og hvarf ásamt átján manna áhöfn ári síðar.

Kafbáturinn er um 20 metrar að lengd og 3,5 metrar á breidd. Sænsk stjórnvöld hafa gert rússneskum yfirvöldum viðvart en herinn mun ekki halda tæknilegum rannsóknum áfram þar sem ljóst sé að ekki er nútíma hernaðartæki að ræða.

Ekki eru allir hins vegar á því að kafbáturinn sé jafn gamall og raun ber vitni og telja að hann sé allt of nútímalegur til þess. En leit hefur staðið yfir á þessum slóðum í langan tíma líkt og fram kom í viðtali mbl.is við Kristján Eldjárn Jóhannesson, verkfræðing og einn eiganda Ixplorer. 

Hér er hægt að skoða myndskeiðið

<blockquote class="twitter-tweet">

Vrakletarna om ubåtsfyndet: "Euforisk känsla". <a href="http://t.co/skFk1blyyV">http://t.co/skFk1blyyV</a> <a href="http://t.co/EQaooiSGSn">pic.twitter.com/EQaooiSGSn</a>

— Expressen (@Expressen) <a href="https://twitter.com/Expressen/status/625740684008538113">July 27, 2015</a></blockquote><script async="" charset="utf-8" src="//platform.twitter.com/widgets.js"></script><div id="embedded-remove"> </div>
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert