Grínistinn Jimmy Kimmel var óvæginn í garð tannlæknisins Walter Palmer. Hann lýsir því meðal annars hvernig leiðsögumenn hans hafi lokkað ljónið Cecil út af verndarsvæðinu og bókstaflega varpað á það ljósi með kastara. Palmer skaut ljónið með ör, sem felldi það ekki heldur særði það illa.
Mennirnir reyndu til að mynda að eyðileggja GPS tækið sem var á ljóninu. Í myndbandinu hér að neðan má sjá hvernig Kimmel fer yfir málið, en hann er augljóslega mjög ósáttur við manninn sem drap Cecil.
Frétt mbl.is: Stjörnurnar tjá sig um drápið á Cecil