Hatrömmustu gagnrýnendur tannlæknisins Walter Palmer, sem vann sér það til frægðar að drepa ljónið Cecil, hafa fengið óskir sínar uppfylltar. Palmer er ekki aðeins eftirlýstur af yfirvöldum í Zimbabwe, heldur vilja yfirvöld vestanhafs einnig ná í skottið á honum.
The U.S. Fish & Wildlife Service hefur hafið rannsókn á dauða Cecil, en hefur ekki tekist að ná tali af Palmer sem virðist farinn í felur. Yfirvöld í Zimbabwe hafa einnig reynt að ná í tannlækninn, en þar í landi verður hann mögulega ákærður fyrir veiðiþjófnað.
Mennirnir sem voru með Palmer þegar hann skaut ljónið með boga og ör hafa þegar verið handteknir.
New York Times hefur sagt frá því að stofur Palmer í Bloomington í Minnesota hafi verið lokaðar síðan á þriðjudag, hið minnsta. Mótmælendur, sem eru reiðir Palmer fyrir að hafa greitt fúlgur fjár fyrir að drepa hina mikilfengnu skepnu, hafa hins vegar hópast fyrir utan og komið meiningu sinni til skila.
Áður hefur verið sagt frá því að Palmer sendi tölvupóst á kúnna sína á þriðjudagskvöld þar sem hann ítrekaði að hann hefði ekki vitað að hann væri að brjóta lög og sagði að þeim sem þyrftu nauðsynlega á þjónustu hans að halda yrði vísað annað.
Worlds most hated dentist's office. <a href="https://twitter.com/hashtag/WalterPalmer?src=hash">#WalterPalmer</a> <a href="http://t.co/eEIA1CrRN6">pic.twitter.com/eEIA1CrRN6</a>