Vill að tannlæknirinn verði framseldur til Simbabve

Ljónið Cecil.
Ljónið Cecil. AFP

Oppah Muchinguri, umhverfisráðherra Simbabve, vill að bandaríski tannlæknirinn Walter Palmer, sem drap ljónið Cecil í þjóðgarðinum Hwange í landinu fyrr í mánuðinum, verði framseldur frá Bandaríkjunum.

Á blaðamannafundi í Harare, höfuðborg Simbabve, sagði ráðherrann að sækja ætti Palmer til saka fyrir ólöglegt athæfi sitt.

Talið er að Palmer, sem er búsettur í Minnesota í Bandaríkjunum, hafi greitt um fimmtíu þúsund dali, sem jafngildir um 6,7 milljónum króna, fyrir að skjóta dýrið með boga og ör.

Hann hefur beðist afsökunar og ít­rekað að hann hafi ekki vitað að hann væri að brjóta lög.

Theo Bronkhorst, leiðsögumaður Palmers, var handtekinn á dögunum, en látinn laus gegn tryggingu í fyrradag. Hann hefur verið ákærður fyrir að koma ekki í veg fyrir ólöglegar veiðar.

Pal­mer er ekki aðeins eft­ir­lýst­ur af yf­ir­völd­um í Simbabve, held­ur vilja yf­ir­völd vest­an­hafs einnig ná í skottið á hon­um.

The U.S. Fish & Wild­li­fe Service hef­ur hafið rann­sókn á dauða Cecil, en hef­ur ekki tek­ist að ná tali af Pal­mer sem er far­inn í fel­ur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert