Ljónið Jericho var skotið til bana í dag í þjóðgarðinum, en um er að ræða bróður ljónsins Cecil, sem skotið var af bandarískum tannlækni fyrr í vikunni. Vakti það athæfi mikla reiði og hefur verið farið fram á framsal á veiðimanninum til Zimbabwe vegna málsins. Ekki er enn vitað hver skaut Jericho, en dýraverndarsamtök Simbabwe greindu frá málinu á Facebook fyrir stuttu síðan.
Í gær bönnuðu yfirvöld í Simbabve veiðar á ákveðnum dýrum í og við Hwange-þjóðgarðinn í landinu, en þar höfðu bæði Jericho og Cecil haldið til. Bannið nær meðal annars til ljóna, hlébarða og fíla.
BREAKING NEWS - JERICHO HAS BEEN SHOT TODAY AT 4pm - It is with huge disgust and sadness that we have just been...
Posted by ZCTF - Zimbabwe Conservation Task Force on Saturday, 1 August 2015