Dylann Roof vill játa sök

Dylann Roof.
Dylann Roof. AFP

Dyl­ann Roof, maður­inn sem skaut níu manns til banka í kirkju í bæn­um Char­lest­on í Suður-Karólínu í sein­asta mánuði, vill játa sök í öll­um ákæru­liðunum 33. Dav­id Bruck, lögmaður hans, seg­ir það ekki skyn­sam­legt fyrr en sak­sókn­ar­ar ákveða hvort þeir muni sækj­ast eft­ir dauðarefs­ingu yfir Roof.

Roof kom fyr­ir dóm­ar­ann Bristow Marchant í dag. Hann var hljóðlát­ur og kinkaði nokkr­um sinn­um kolli þegar dóm­ar­inn ræddi við hann. Full­trú­ar kirkj­unn­ar og ætt­ingj­ar fórn­ar­lambanna héldu stutt ávörp.

Roof er meðal ann­ars ákærður fyr­ir hat­urs­glæpi, ólög­leg­an vopna­b­urð og of­sókn­ir á hend­ur trú­ar­hóp­um.

„Mörg­um mánuðum fyr­ir hina hræðilegu at­b­urði fékk Roof hug­mynd­ina að því mark­miði sínu að ala á kynþátta­spennu og leita hefnda vegna rang­lát­is sem hann taldi Banda­ríkja­menn af afr­ísk­um upp­runa hafa framið gegn hvítu fólki,“ sagði sak­sókn­ar­inn, Lor­etta Lynch, þegar til­kynnt var um ákær­urn­ar á hend­ur Roof.

Sak­sókn­ar­ar gætu farið fram á dauðarefs­ingu verði Roof fund­inn sek­ur en Lynch seg­ir óvíst hvort ákæru­valdið kjósi að gera svo.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert