Dylann Roof vill játa sök

Dylann Roof.
Dylann Roof. AFP

Dylann Roof, maðurinn sem skaut níu manns til banka í kirkju í bænum Charleston í Suður-Karólínu í seinasta mánuði, vill játa sök í öllum ákæruliðunum 33. David Bruck, lögmaður hans, segir það ekki skynsamlegt fyrr en saksóknarar ákveða hvort þeir muni sækjast eftir dauðarefsingu yfir Roof.

Roof kom fyrir dómarann Bristow Marchant í dag. Hann var hljóðlátur og kinkaði nokkrum sinnum kolli þegar dómarinn ræddi við hann. Fulltrúar kirkjunnar og ættingjar fórnarlambanna héldu stutt ávörp.

Roof er meðal annars ákærður fyrir hatursglæpi, ólöglegan vopnaburð og ofsóknir á hendur trúarhópum.

„Mörg­um mánuðum fyr­ir hina hræðilegu at­b­urði fékk Roof hug­mynd­ina að því mark­miði sínu að ala á kynþátta­spennu og leita hefnda vegna rang­lát­is sem hann taldi Banda­ríkja­menn af afr­ísk­um upp­runa hafa framið gegn hvítu fólki,“ sagði saksóknarinn, Loretta Lynch, þegar tilkynnt var um ákærurnar á hendur Roof.

Sak­sókn­ar­ar gætu farið fram á dauðarefs­ingu verði Roof fund­inn sek­ur en Lynch segir óvíst hvort ákæru­valdið kjósi að gera svo.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka