Sleppur við dauðarefsinguna

James Holmes við réttarhöldin.
James Holmes við réttarhöldin. AFP

Fjöldamorðinginn James Holmes sem myrti 12 manns á miðnætursýningu á Batman kvikmynd árið 2012 sleppur við dauðarefsinguna. Þetta er niðurstaða kviðdóms í Colorado þar sem Holmes var leiddur fyrir rétt en í stað dauðarefsingarinnar hlýtur Holmes lífstíðarfangelsi án möguleika á reynslulausn.

20. júlí 2012 gekk Hol­mes inn á miðnæt­ur­for­sýn­ingu Batman mynd­ar­inn­ar The Dark Knig­ht Rises, vopnaður riffli, hagla­byssu og skamm­byssu. Að sögn sak­sókn­ara í mál­inu var Hol­mes með háa raf­tónlist í eyr­un­um á meðan árás­inni stóð „til þess að heyra ekki öskrin“.

Að mati sak­sókn­ara var árás­in aug­ljós­lega skipu­lögð þar sem Hol­mes hafi safnað sam­an vopn­um í marga mánuði.

Verjendur Holmes héldu því fram fyrir rétti að skjólstæðingur þeirra hefði verið veikur á geði þegar hann framvkæmdi voðaverkin. ak­sókn­ar­ar hafa þó sagt að þrátt fyr­ir and­leg veik­indi Hol­mes, ber hann ábyrgð á gjörðum sín­um þetta ör­laga­ríka kvöld. Kviðdóm­ur­inn var sam­mála um það og dæmdi Hol­mes sek­an. 

Einróma samþykki kviðdómara hefði þurft til að Holmes fengi dauðadóm.

Ætt­ingj­ar fórn­ar­lamba Hol­mes voru marg­ir óssa­mála um ör­lög morðingj­ans. Sum­ir vilja ekki að hann verði tek­inn af lífi, enda tek­ur það oft mörg ár með til­heyr­andi áfrýj­un­um. Marg­ir vilja að mál­inu ljúki sem fyrst og líta á lífstíðarfang­els­is­dóm sem bestu leiðina til þess.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert