Handtekinn þegar hann beið eftir strætó

Frá versluninni í dag.
Frá versluninni í dag. AFP

Maðurinn sem grunaður er um að hafa myrt tvo og sært einn í hnífaárás í verslun IKEA í Vä­sterås í Svíþjóð í dag var handtekinn fyrir utan verslunina við stoppistöð fyrir strætisvagna fyrir utan verslunina. 

Sjá frétt mbl.is: Hnífstunga í IKEA-verslun

Þetta kemur fram á myndbandi sem vitni tók upp og sýnt var á vef Expressen.se. Svo virðist sem maðurinn hafi setið þar rólegur þar til lögreglan kom að honum og handtók hann, líkt og hann hafi verið að bíða eftir næsta strætisvagni. Það kemur einnig heim og saman með því sem lögreglan hefur áður haldið fram um að handtakan hafi gengið rólega fyrir sig en hann á þó að hafa gefið frá sér einhver óþekkt hljóð. Hinn grunaði er miðaldra karlmaður. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert