Hætta tímabundið sölu á hnífum

Árásin átti sér stað í IKEA verslun 100 kílómetrum vestur …
Árásin átti sér stað í IKEA verslun 100 kílómetrum vestur af Stokkhólmi. AFP

Sænski húsgagnarisinn IKEA hefur hætt sölu á hnífum í verslun sinni í bæn­um Vä­sterås, rétt fyr­ir utan Stokk­hólm, en í gær voru móðir og sonur hennar myrt í versluninni. Grunur er um að hnífar úr eldhúsdeild verslunarinnar hafi verið notaðir í tilræðinu.

Verslunarstjórinn Mattias Johansson sagði við fréttamenn að hann hefði tekið þessa ákvörðun og hún væri tímabundin. Gert er ráð fyrir að verslunin opni aftur á miðvikudaginn.

Tveir innflytjendur frá Erítrea voru handteknir eftir morðin, en þeir eru grunaðir um verknaðinn. Annar þeirra var fluttur á spítala þar sem gert er að sárum hans. Sá er fæddur 1979, en áverkar hans eru þannig að ekki hefur tekist að yfirheyra hann. Hinn, sem er 23 ára, var handtekinn á nærliggjandi strætóstoppistöð. Báðir mennirnir voru íbúar í miðstöð fyrir hælisleitendur í bænum Arboga, sem er nokkuð fyrir vestan Västerås.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert