Neyðarástand í Ferguson

Lýst hefur verið yfir neyðarástandi í borginni Ferguson í Missouri í Bandaríkjunum. Spennan hefur aukist í borginni frá því á sunnudag, þegar þess var minnst að eitt ár er liðið frá því að ungur blökkumaður, Michael Brown, féll fyrir hendi lögregluþjóns.

Til snarpra átaka kom á milli hóps mótmælenda og lögreglunnar og varð einn ungur maður fyrir byssuskoti lögregluþjóns. Maðurinn, hinn átján ára gamli Tyrone Harris, var fluttur á sjúkrahús lífshættulega slasaður. Hann var í gær ákærður fyrir árás á lögregluþjóna, en lögreglan sakar hann um að hafa skotið að sér fyrst.

Jay Nixon, ríkisstjóri Missouri, biðlar til mótmælenda að halda mótmælunum friðsömum.

Talsverð átök voru í Ferguson í nótt og voru meðal annars nokkrir óeirðaseggir handteknir. Kastað var grjóti og vatnsflöskum í átt að lögregluþjónum. Í gær voru um fimmtíu mótmælendur handteknir við dómshúsið í borginni.

Alda mót­mæla og óeirða spratt upp í kjöl­far þess að hvít­ur lög­regluþjónn skaut Brown til bana í ágústmánuði árið 2014. Málið í nótt er eitt fjöl­margra sem hafa komið upp í land­inu und­an­farið þar sem hvít­ir lög­regluþjón­ar skjóta blökku­menn og hafa vakið mikla reiði vestan­hafs, sem og víðar.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert