Gríðarleg ringulreið eftir sprengingar

Sprengingin jafngilti því að 23 tonn af dýnamíti væru sprengd, …
Sprengingin jafngilti því að 23 tonn af dýnamíti væru sprengd, en hún mældist á jarðskjálftamælum. Mynd/Twitter

Mikil ringulreið ríkir nú í borginni Tianjin í Kína eftir að tvær gríðarlega stórar sprengingar urðu þegar sprengiefni sem verið var að flytja við höfnina sprakk. Samkvæmt jarðskjálftamælum urðu sprengingarnar með um 30 sekúndna millibili og jafngildi sú fyrri því að þrjú tonn af dýnamíti hefðu verið sprengd, meðan sú seinna jafngildi 23 tonnum.

Frétt mbl.is: Gríðarleg sprenging í Kína

Þegar hafa milli 300-400 manns mætta á spítala í borginni, en gera má ráð fyrir að fjöldi slasaðra og muni hækka mikið.  Kínverska fréttastofan People‘s Daily China segir að 7 hafi verið úrskurðaðir látnir, en að enn sé fólk fast í eldinum sem enn er logandi í nágrenni sprengingarinnar.

Frétt mbl.is: Allir byrjuðu að hlaupa

Íbúar borgarinnar, sem telur 15  milljónir, hafa margir hverjir reynt að yfirgefa hana og á Twitter má sjá myndir af miklu umferðaöngþveiti.

Sprengingarnar voru það öflugar að gluggar og hurðir þeyttust úr körmum, auk þess sem gler er alls staðar á víð og dreif. Meðfylgjandi myndskeið er úr öryggismyndavél sem sýnir hveru kraftmikil sprengingin er, en hún reif meðal annars af framhlið á húsi. 

Ríkisútvarpið í Kína sagði frá því að sprungur væru sýnilegar í mörgum byggingum sem hefðu verið nálægt sprengingunum og þá er rafmagnslaust víða í borginni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert