Rústir blasa við í Tianjin

Sprengingin var gríðarleg.
Sprengingin var gríðarleg. ljósmynd/Twitter

Rústir blasa við í kínversku borginni Tianjin nú þegar morgunsólin er að koma upp og gríðarleg eyðilegging kemur í ljós. Heilu húsin er gjörónýt og einhver hafa hrunið í sprengingunum tveimur sem urðu í kvöld, eða um 23:30 að kínverskum tíma. 

Frétt mbl.is: Gríðarleg sprenging í Kína

Blaðamaður LA Times í Peking, Julie Makinen, birtir þessar myndir á Twitter, en þar má sjá brunna byggingu og hundruð bíla sem urðu eldi að bráð.

Þá segir hún einnig að hún hafi rætt við tvo menn sem komust lífs af úr byggingu sem hrundi, en tvö þúsund manns voru í byggingunni með þeim.

Opinberar tölur yfir mannfall vegna slyssins eru að 13 hafi látist og á bilinu 300-400 hafi særst, en ljóst er að þær gætu hækkað mikið á næstu klukkustundum.

Frétt mbl.is: Allir byrjuðu að hlaupa

Sjá má fleiri myndir frá fréttastofu í Peking hér, en þar sjást hús sem eru hrunin eða að hruni komin og sú eyðilegging sem blasir við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert