Öðrum mannanna sem grunaðir eru um morðin í IKEA-verslun í Västerås í Svíþjóð átti að vísa úr landi. Hafði maðurinn fengið þær upplýsingar á fundi með sænsku innflytjendastofnuninni skömmu áður en morðin voru framin. Þetta kemur fram í Aftonbladet.
Maðurinn hafði fengið þær upplýsingar á fundi með sænsku innflytjendastofnuninni (s. Migrationsverket) skömmu áður en morðin voru framin.
Sjá frétt mbl.is: Mæðgin myrt í Svíþjóð
Mennirnir tveir sem grunaðir eru um morðin voru flóttamenn frá Erítreu og bjuggu á miðstöð fyrir flóttamenn í Arboga, um 60 kílómetrum suður af Västerås. Sama dag og morðin voru framin fór annar þeirra, 35 ára gamall karlmaður sem liggur sjálfur á spítala með stungusár, á fund með yfirvöldum þar sem brottvísunin var rædd. Hann hafði fyrst fengið upplýsingar um að honum yrði vísað úr landi þann 27. júlí en áfrýjaði ekki þeirri ákvörðun.
Fredrik Bengtsson hjá flóttamannastofnuninni segir í samtali við Aftonbladet. „Við höfðum tilkynnt honum um ákvörðunina um vísa átti honum úr landi aftur til Ítalíu þar sem hann var með dvalarleyfi.“