Grunaður morðingi kominn til meðvitundar

AFP

Annar mannanna sem grunaður er um morðin í IKEA-verslun í Vä­sterås í Svíþjóð er kominn til meðvitundar eftir að hann var fluttur illa haldinn á spítala með stungusár. Talið er að hann hafi veitt sjálfum sér stungusárin eftir árásina í sjálfsmorðstilraun.

Maðurinn verður yfirheyrður eins fljótt og auðið er en hann er nývaknaður eftir að hafa gengist undir nokkrar aðgerðir. 

Aftonbladet hefur undir höndum upptökur af hluta af því sem átti sér stað í versluninni. Má þar sjá manninn taka tvo hnífa úr versluninni. Árásin sjálf sést ekki á myndbandinu en að henni lokinni má sjá hann stinga sjálfan sig. 

Karlmaðurinn er nú kominn með lögmann. Sá heitir Per-Ingvar Ekblad og er þekktur verjandi í heimalandinu. Hann hefur meðal annað varið Christinu Schurrer, þýska konu sem dæmd var fyrir að hafa myrt tvö börn. 

Sjá frétt Expressen.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert