Félagi morðingjans látinn laus

Frá héraðsdómi í gær
Frá héraðsdómi í gær AFP

Félagi mannsins sem hefur játað að hafa stungið mæðgin til bana í IKEA verslun  Västerås hefur verið látinn laus úr haldi. Héraðsdómari úrskurðaði síðdegis í gær að yrði látinn laus úr gæsluvarðhaldi.

Maðurinn, sem er 36 ára, komst til meðvitundar í gær og játaði að hafa myrt mæðginin, 55 ára gamla konu og 27 ára gamlan son hennar, í verslun IKEA um hádegisbilið á mánudag.  Félagi hans, 23 ára, hafði allan tímann neitað að hafa átt aðild að morðunum. Mennirnir, sem eru hælisleitendur frá Erítreu, voru handteknir fljótlega eftir morðin en sá sem stakk fólkið hafði veitt sér sjálfur alvarlega áverka.

Lögreglan staðfesti í gær að mennirnir byggju í þorpi skammt frá Skellefteå í norðurhluta Svíþjóðar og hefðu verið í heimsókn í Västerås.

Frétt dn.se

IKEA
IKEA AFP
Sænska lögreglan
Sænska lögreglan AFP
Lögreglan fyrir utan IKEA verslunina
Lögreglan fyrir utan IKEA verslunina AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert