Hvala­vernd­un­ar­sinn­ar fundnir sekir

Myndin er úr safni.
Myndin er úr safni. mbl.is/Þorvaldur Örn

Fimm aðgerðasinnum á vegum hvalaverndunarsamtakanna Sea Shepherd hefur verið skipað að yfirgefa Færeyjar eftir að þeir reyndu að trufla hefðbundnar hvalveiðar eyjarskeggja, að sögn færeysku lögreglunnar.

Fjórum var vísað á brott í gær en sá fimmti heldur á brott í dag, sagði Christian Jonsson, talsmaður lögreglunnar, í samtali við AFP. Hann bætti við að þeim sé meinað að koma til landsins í eitt ár.

Færeyskur dómstóll fann í gær fimmmenninganna seka um að hafa truflað hefðbundið „grindardráp“ Færeyinga og brotið þannig færeysk lög um hvalveiðar.

Við veiðarn­ar eru hval­irn­ir gabbaðir inn í fjörð þar sem þeir eru drepn­ir með handafli, sem inn­fædd­ir segja að sé hefð, en Sea Sheperd gagn­rýna harðlega.

Samtökin segja að tólf aðgerðasinnar hafi verið sakfelldir það sem af er ári. Um sextíu sjálfboðaliðar samtakanna eru enn í Færeyjum.

Færeysk yfirvöld hafa sagt að þau muni ekki þola neina truflun á hvalveiðum. Þær séu lögleglar, undir ströngu eftirliti og sjálfbærar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert