Ekki vitað um Íslendinga á svæðinu

Búið er að rýma svæðið í kring.
Búið er að rýma svæðið í kring. AFP

Utanríkisráðuneytinu hafa ekki borist neinar upplýsingar um Íslendinga á svæðinu þar sem sprengingin varð í Bangkok í dag. Þetta staðfestir Urður Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi ráðuneytisins. 

„Það hefur ekkert komið inn á okkar borð af fólki í tengslum við þetta. En það eru örugglega einhverjir í Taílandi, enda eru Íslendingar sem búa þar - en enginn sem við vitum að hafi verið þarna,“ segir hún í samtali við mbl.is.

Að minnsta kosti 16 eru látnir eftir sprengjuárásina, og yfir 80 eru slasaðir. Að sögn varn­ar­málaráðherra Taí­lands var skot­mark árás­ar­manna ferðamenn, en að minnsta kosti tveir ferðamenn; frá Kína og Fil­ipps­eyj­um, eru á meðal lát­inna. 

Sprengj­unni var komið fyr­ir í mótor­hjóli fyr­ir fram­an Eraw­an hofið, en hún sprakk um klukk­an 19 að staðar­tíma. Þúsund­ir heim­sækja Eraw­an hofið á degi hverj­um, en þar er meðal ann­ars að finna stytt­una Phra Phrom af gyðjunni Bra­hma. Sam­kvæmt frétt­um AFP frétta­veit­unn­ar voru lík­ams­hlut­ar á víð og dreif á torgi fyr­ir fram­an hofið eft­ir spreng­ing­una.

Nær­liggj­andi svæði hafa verið rýmd en fregn­ir herma að fleiri sprengj­ur séu á staðnum. Sam­kvæmt taí­lensk­um fjöl­miðlum hef­ur önn­ur sprengja fund­ist á svæðinu og unnið er að því að af­tengja hana. 

Eng­inn hef­ur lýst yfir ábyrgð á árás­inni, en talið er lík­legt að múslim­ar í suður­hluta lands­ins standi að baki henni.

Sjá einnig: Tala látinna í Bangkok hækkar

Sjá einnig: Ferðamenn voru skot­markið

Sjá einnig: Öflug spreng­ing í Bang­kok

Sjúkraliðar færa slasaðan mann á sjúkrahús eftir sprenginguna.
Sjúkraliðar færa slasaðan mann á sjúkrahús eftir sprenginguna. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert