Átján ára piltur lést af völdum áverka er hann hlaut í nautahlaupi á Spáni í gær. Fjórir nautabanar létust í nautahlaupum helgarinnar á Spáni.
Ungi maðurinn tók þátt í nautahlaupi í þorpi skammt frá Pamplona síðdegis í gær en hann lést á leið á sjúkrahús. Um helgina fóru víða fram nautahlaup á Spáni en þá hleypur fjöldi fólks á undan nautahjörðinni í borgum og bænum víða um landið. Eitt frægasta nautahlaup Spánar er haldið í Pamplona í júlí ár hvert, San Fermin-nautahlaupið. Alls hafa sjö látist á nautahátíðum á Spáni frá því í byrjun júlí. Þar á meðal maður sem var stunginn í hálsinn þegar hann tók upp myndskeið af nautahlaupinu sem hann tók þátt í.