Miklir peningar um borð

AFP

Indónesískar björgunarsveitir eru á leið á staðinn þar sem farþegaflugvél með 54 um borð hrapaði í gær. Ekki er vitað hvort einhver lifði slysið af en um 6,5 milljónir rúpía, sem svarar til 62 milljóna króna, voru í reiðufé um borð. 

Indónesísk stjórnvöld segja að peningarnir hafi verið í fjórum pokum en þeir áttu að renna til fátækra í Papúa héraði. Fjórir starfsmenn póstsins voru um borð í flugvélinni en þeir áttu að koma peningunum til fátækra fjölskyldna í héraðinu. 

Brak vélarinnar fannst skammt frá bænum Oksibil. 

Ekki fyrir hjartveika að fljúga þarna

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert