Öflug sprenging miðsvæðis í Bangkok

Frá vettvangi í Bangkok.
Frá vettvangi í Bangkok. AFP

Að minnsta kosti tólf eru látnir eftir að sprengja sprakk miðsvæðis í Bangkok, höfuðborg Taílands, í dag. Þá slasaðist fjöldi fólks samkvæmt frétt AFP fréttastofunnar.

Þar kemur fram að líkamshlutar hafi verið á víð og dreif um götuna fyrir utan Erawan hofið þar sem sprengjan sprakk. Þúsundir heimsækja hofið á degi hverjum, en þar er meðal annars að finna styttuna Phra Phrom af gyðjunni Brahma.

„Ég get staðfest að þetta var sprengja, en ég get ekki sagt til um það hvers kyns hún var ennþá, við erum að skoða það,“ sagði Prawut Thavornsiri, talsmaður lögreglunnar í Taílandi.

Uppfært 13:52:

Nærliggjandi svæði hafa verið rýmd en fregnir herma að fleiri sprengjur séu á staðnum. Sprengingin varð sökum mótorhjólasprengju og hefur önnur sprengja fundist á svæðinu samkvæmt taílenskum fjölmiðlum, en unnið er að því að aftengja hana.

Ekki er vitað hver eða hverjir standa að baki árásinni.

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert