Réttarhöld í máli skaðabótamál karlmanns sem ber saman eftirnafn og aðstoðarflugmaðurinn Andreas Lubitz gegn austurrísku dagblaði hófust í dag.
Maðurinn krefst skaðabóta frá blaðinu sem birti mynd af honum í stað flugmannsins og sakaði hann þar með um að bera ábyrgð á dauða 150 manns sem voru um borð í vélinni sem flugmaðurinn flaug á fjall í frönsku Ölpunum.
Lögmaður mannsins sagði myndina hafa þarf „alvarleg áhrif“ á skjólstæðing sinn sem hafði verið sagður vera fjöldamorðingi. Vélin var á leið frá Barcelona til Dusseldorf þann 24. mars á þessu ári.
Myndin birtist fyrst á Twitter og barst þaðan til dagblaða víða í heiminum.