Vilja endurupptöku málsins

Dzhokhar Tsarnaev
Dzhokhar Tsarnaev AFP

Verjendur Dzhokhar Tsarnaev, sem stóð ásamt bróður sínum að sprengjuárásinni á Boston-maraþonið í apríl 2013, fóru í gær fram á að mál hans yrði tekið upp á nýjan leik með nýjum kviðdómendum og á öðrum stað en í Boston.

Kviðdómur í Boston dæmdi Tsarnaev til dauða. Þrír létu lífið í árásinni og nokkuð hundruð særðust. Þetta er í fyrsta skipti sem kviðdómur við alríkisdómstól dæmir hryðjuverkamann til dauða eftir árásirnar á Bandaríkin í september 2001.

Verjendurnir bera fyrir sig að vegna reiðinnar sem ríki í borginni í kjölfar árásarinnar hafi ekki verið möguleiki á að Tsarnaev fengi réttláta meðferð fyrir dómi. Kviðdómendur hefðu ekki haft möguleika á að vera hlutlausir áður en þeir dæmdu hann sekan og mæltu með því að hann yrði tekinn af lífi. Máli sínu til stuðnings nefna verjendurnir allan þann fjölda athafna sem voru haldnar í borginni í minningu fórnarlambanna. Nýr frídagur í borginni er þar á meðal ofl.

Eins hafi fjölmiðlaumfjöllun ýtt undir þetta með dramatískum frásögnum af þeim sem lifðu af. Meðal annars í Boston maraþoninu síðast þegar Rebekah Gregory, sem missti annan fótinn í árásinni, hljóp síðustu 3,5 mílu hlaupsins (5,6 km) á gervifæti allt þar til hún féll niður á hnén við endamarkið grátandi.

Veggborðar voru út um alla borg þar sem borgarbúar voru hvattir til þess að sýna samstöðu. Hið sama átti sér stað á samfélagsmiðlum þar sem kviðdómendur voru kaffærðir með sendingum frá ættingjum og vinum.

Tvær sprengj­ur sprungu skammt frá marklín­unni í maraþon­inu þegar hlaup­ar­ar voru að koma í mark. Sprengj­urn­ar voru mjög öfl­ug­ar og brotnuðu til að mynda glugg­ar í nær­liggj­andi bygg­ing­um. Bræðurnir Tamerl­an, sem var skot­inn til bana af lög­reglu eft­ir til­ræðið í apríl 2013, og Dzhokhar Tsarnaev báru ábyrgð á tilræðinu. Dzhokhar Tsarnaev var nítján ára á þessum tíma en Tamerlan var 27 ára. 

Dzhokhar Tsarnaev afpánar í öryggisfangelsi í Florence, Colorado.
Dzhokhar Tsarnaev afpánar í öryggisfangelsi í Florence, Colorado. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert