Sænskur blaðamaður var yfirheyrður af lögreglu í Taílandi vegna sprengjutilræðisins í miðborg Bangkok fyrr í vikunni. Taldi lögreglan að hann væri tilræðismaðurinn sem lýst hefur verið eftir.
Marcus Westberg, blaðamaður á sænska ferðablaðinu Vagabond, er í vinnuferð í Taílandi og var við vinnu í herbergi sem hann leigir í skrifstofuhúsnæði í Bangkok þegar bankað var á dyrnar hjá honum á þriðjudag.
Westberg taldi að um hefðbundið öryggiseftirlit væri að ræða en hann var beðinn um að koma í annað herbergi þar sem átta lögreglumenn biðu hans. Þeir yfirheyrðu hann í þaula um ferðir hans á mánudeginum, á sama tíma og rörsprengja sprakk í hindúahelgidóminum Erawan í miðborg Bangkok þar sem 20 manns létust og yfir 120 særðust.
„Það var ekki fyrr en þeir báðu um að fá að skoða símann minn og fóru að fara í gegnum myndirnar mínar að ég fór að velta fyrir mér að þetta væri ekki eðlilegt,“ segir Westberg.
„Þeir sögðu mér að líktist mjög tilræðismanninum,“ segir Westberg.
Birt hefur verið teikning af manninum og byggist hún á myndum sem náðust af honum í öryggismyndavél.
Á fyrstu myndunum sést maðurinn með bakpoka við helgidóminn, en hann leggur pokann með sprengjunni frá sér á bekk. Hann virðist gera sér far um að falla vel í hópinn og tekur myndir á farsímann af nærstöddu fólki áður en hann fer.
Heitið er verðlaunum er nema einni milljón taílenskra bahta, rúmlega 3,7 milljónum króna, fyrir upplýsingar um manninn, sem sagður er vera útlendingur, sennilega af blönduðu kyni en hann gæti einnig hafa dulbúið sig.
Myndi aldrei fara í svona föt segir tískubloggari sem var yfirheyrður
Fleiri útlendingar í Taílandi hafa orðið fyrir svipaðri lífsreynslu undanfarna daga en lögregla leitar enn mannsins og vitorðsmanna hans.
Sama dag og Westberg var yfirheyrður birti áströlsk fyrirsæta og leikari, Sunny Burns, sjálfsmynd á Instagram sem tekin var á taílenskri lögreglustöð. Hann sagðist hafa gefið sig sjálfviljugur fram við lögreglu eftir að einhverjar sjálfskipaðir spæjarar á netinu fór að birta upplýsingar um hann á netinu þar sem ýjað er að því að hann væri tilræðismaðurinn.
„Ég myndi aldrei fara í þessi föt - ég er tískubloggari,“ skrifar Sunny Burns fylgjendum sínum á samfélagsmiðlum.
Westberg tekur fram að lögreglan hafi komið vel fram við hann og þeir hafi verið sammála um að hann væri með styttra hár og skegg heldur en maðurinn á myndunum. Þeir hafi bent honum á það í gríni að það væri kannski betra fyrir hann að drífa sig í klippingu og skeggsnyrtingu.
<a href="https://instagram.com/p/6hJ26vTSNL/" target="_top">Talking with the police. I forgive everyone who spread those horrible rumours about me. I love this country and let's fight together. Let's find this bomber. I'm not a terrorist but I'm a ting tong actor :p</a>
A photo posted by Sunny Burns (@sunnyburns) on Aug 18, 2015 at 1:28am PDT