Yfirbuguðu árásarmann í lest

Rannsóknarlögreglumenn kanna lestina á járnbrautarstöðinni í Arras.
Rannsóknarlögreglumenn kanna lestina á járnbrautarstöðinni í Arras. AFP

Maður vopnaður byssu særði þrjá farþega lestar sem var á ferð í norðurhluta Frakklands áður en aðrir farþegar yfirbuguðu hann í dag. Tvö fórnarlambanna eru sögð alvarlega særð en að minnsta kosti eitt þeirra varð fyrir skoti. Árásarmaðurinn er einnig sagður hafa verið vopnaður hnífum.

Samkvæmt upplýsingum franska lestarfyrirtækisins SNCF átti árásin sér stað í Thalys-hraðlest nærri bænum Arras í norðurhluta Frakklands. Lestin var á ferð á milli Amsterdam og Parísar. Árásarmaðurinn var handtekinn á lestarstöð bæjarins.

Dagblaðið Voix du Nord segir að tveir þeirra særðu hafi hjálpað til við að yfirbuga árásarmanninn. Franska innanríkisráðuneytið segir að Bernard Cazeneuve, innanríkisráðherra, sé á leið til Arras vegna árásarinnar, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert